Gríslingamótið

Við vorum þrjú, ásamt tveim mömmu, sem skunduðum upp á Skaga á Gríslingamótið.

Var krökkunum skipt upp í styrkleikaflokka og voru síðan látin keppa innbyrðis en samt sem liðsheild, s.s. var eitt lið sem hér Ísland, annað Danmörk, Japan og svo framvegis. Þegar upp var staðið voru það lið Japans (Viktor) og lið Svíþjóðar (Siggi) kepptu um fyrsta sætið og eftir jafna og skemmtilega keppni þá stóð lið Japans uppi sem sigurvegarar og lið Svíþjóðar varð í öðru sæti. Loks fengu allir verðlaunapening fyrir góða frammistöðu.

Strákarnir stóðu sig með mikilli prýði og gekk mjög vel, þar sem báðir voru að keppa á sínu fyrsta móti :)

Þeir stóðu sig ótrúlega vel og voru bæði sér og UMFK til mikils sóma.

Til hamingju með þetta strákar ;)

 

Kv. Íris Ósk

Ps. Það koma inn myndir fljótlega


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband