Færsluflokkur: Bloggar
25.2.2010 | 13:27
Æfing fellur niður
Æfing fellur niður í dag fimmtudaginn 25.febrúar vegna veðurs. Vonandi æfiði ykkur bara heima í millitíðinni og sjáumst hress í næstu viku :)
kv. Smári
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.2.2010 | 20:30
Jæja krakkar
Hæhæ!
það væri fínt ef þeir myndu skrifa comment sem fylgjast með þessari síðu :)
sjáumst hress í næstu viku!
kv. Smári
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.2.2010 | 21:43
Þjálfarabreytingar
Breytingar hafa orðið á þjálfaramálum hjá okkur. Smári Ívarsson mun taka við þjálfuninni frá og með morgunndeginum, Smári hefur mætt á síðustu þrjár æfingar og ættu því flest öll að kannast við hann
Ég vil þakka fyrir skemmtilegt starf og þetta er búið ða vera ótrúlega gaman, enda hressir krakkar Ég held þó áfram að fylgjast með ykkur.
Óska Smára góðs gengis og þakka ykkur fyrir skemmtilega önn
kv.
Íris Ósk
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.1.2010 | 18:10
Gríslingamótið
Við vorum þrjú, ásamt tveim mömmu, sem skunduðum upp á Skaga á Gríslingamótið.
Var krökkunum skipt upp í styrkleikaflokka og voru síðan látin keppa innbyrðis en samt sem liðsheild, s.s. var eitt lið sem hér Ísland, annað Danmörk, Japan og svo framvegis. Þegar upp var staðið voru það lið Japans (Viktor) og lið Svíþjóðar (Siggi) kepptu um fyrsta sætið og eftir jafna og skemmtilega keppni þá stóð lið Japans uppi sem sigurvegarar og lið Svíþjóðar varð í öðru sæti. Loks fengu allir verðlaunapening fyrir góða frammistöðu.
Strákarnir stóðu sig með mikilli prýði og gekk mjög vel, þar sem báðir voru að keppa á sínu fyrsta móti :)
Þeir stóðu sig ótrúlega vel og voru bæði sér og UMFK til mikils sóma.
Til hamingju með þetta strákar ;)
Kv. Íris Ósk
Ps. Það koma inn myndir fljótlega
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2010 | 16:49
ÆFING FELLUR NIÐUR
Æfingin í dag fellur niður vegna veðurs.
Hafði samband við Veðurstofuna og hún sagði að það ætti að fara auka í vindinn, sem er víst nægur fyrir.
Í sambandi við mótið þá hafa komið tvær skráningar, gaman væri að fá fleiri og hvet ég foreldra til að hafa samband við mig í síma 847-7391 í kvöld ef að krakkarnir vilja taka þátt.
Mótið er á sunnudaginn og förum við frá íþróttahúsinu kl 9:15 og ætlum að hittast þar kl 9:00 og sameinast í bíla.
Mikilvægt er að fá að vita í kvöld hverjir vilja taka þátt þar sem ég þarf að senda inn skráningar í kvöld!
Kv. Íris Ósk
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.1.2010 | 22:20
Gríslingamót
Gríslingamót ÍA verður haldið 24 janúar. Mótið er fyrir þá sem eru fæddir 1999 eða síðar.
Mæting er kl 9:45 á sunnudagsmorgninum og hefjast fyrstu leikir um kl 10:30.
Mótsgjaldið 500 kr og fá allir glaðning fyrir þátttökuna ;)
Ég þarf að senda þáttökutilkynningu síðasta lagi 21 janúar, ég mun senda inn nöfnin á þeim sem að taka þátt eftir fimmtudagsæfinguna ;)
Ég hvet foreldra til að fyglast vel með hér á síðunni í tenglsum við mótið, þar sem að við þurfum vonandi að fá einhverja til þess að koma krökkunum okkar upp á Skaga.
Vonast til að sem flestir geti verið með og við skemmt okkur vel ;)
Kv. Íris Ósk
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.1.2010 | 19:34
Gríslingamót ÍA
Fyrsta æfing ársins var áðan og hefði nú verið gaman að sjá fleiri andlit!
Við stefnum að því að fara á Gríslingamót ÍA 24 janúar ef að næg þátttaka næst!!! Mótið er fyrir alla þá sem eru fæddir 1999 eða seinna.
Kv. Íris Ósk
Bloggar | Breytt 15.1.2010 kl. 22:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.1.2010 | 18:14
Æfingar hefjast að nýju
Sæl öll og gleðilegt ár!
Æfingar munu hefjast að nýju MIÐVIKUDAGINN 13 JANÚAR :) Við munu vera áfram á sama tíma: Miðvikudögum kl 17:15-18:15 og fimmtudögum kl 18-19!
Laugardaginn 24 janúar er Gríslingamót upp á Skaga fyrir þá sem eru fæddir 1999 og síðar. Við stefnum að því að fara sem flest þangað. Nánari upplýsingar koma hingað inn fljótlega, tímasetningar og hvernig við komum okkur á staðinn! Þurfum að vera í sambandi við foreldra um keyrslu fram og til baka.
Æfingar hefjast eins og áður segir miðvikudaginn 13 janúar
Sjáumst hress og kát
Íris Ósk
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.12.2009 | 18:04
Jólaæfing og jólafrí ;)
Miðvikudaginn 16. desember verður síðasta æfing fyrir jól. Við ætlum að hafa jólaæfingu og mega allir mæta í jólasveinabúningum eða öðru jólalegu ;)
Ekki er komin nákvæm dagsetning hvernig við byrjum aftur eftir jól og áramót, en ég mun setja hana hingað inn um leið og það er komið á hreint. Endilega fylgist því með!
Jólakveðja Íris Ósk
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.12.2009 | 15:54
Æfingin fellur niður.
Því miður fellur æfingin í dag niður vegna veðurs.
Kveðja Íris Ósk.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)