Æfingar ;)

Alltaf gaman hjá okkur á æfingu og þegar "ný" andlit koma aftur eftir að hafa komið í haust, ásamt því að ný andlit eru að bætast við ;)

Mætingin hefur þó verið upp og niður, en þó er hún aðallega upp ;) Í gær vorum við þá heldur fámenn og mættu þrír. Frétti síðar að það hefði verið afmæli, gott væri ef að hægt væri að láta vita hér í kommentum, þegar eitthvað svona skemmtilegt er í gangi ;)

Eins og ég sagði síðast þá hafa framfarir sumra verið ótrúlega miklar og gaman að sjá þær ;)

 

Kv. Íris Ósk


Æfingarnar í þessari viku.

Loksins er komið að nýju bloggi.

Arthúr sem var með hópinn í fyrra verður með æfingarnar þessa vikuna, þar sem að ég er erlendis. Ég hef fulla trú á því að hann verði með eitthvað skemmtileg ;)

Annars er mjög gaman að sjá hver framförin hjá ykkur hafa verið í haust :) Ásamt því að þeir sem að voru að byrja nýir hafa verið mjög duglegir að mæta og framförin því eftir því.

Við munum að sjálfsögðu halda áfram að vinna í þessu með tækniæfingum og venjulegu spili. Ég er síðan að skoða hvernig það er með mót sem að við getum tekið þátt í.

Einnig hvort að við getum ekki gert eitthvað skemmtilegt saman. Endilega ef að þið hafið einhverjar hugmyndir, látið það í athugasemdir og við sjáum til hvað við getum gert.

 

Badmintonkveðja

Íris Ósk

 


.

Sæl öll.

Hér inn mun ég setja fréttir af starfinu okkar og ef breytingar verða á æfingum. Síðan er spurning hvort að það komi inn myndir eða hvernig sem það verður.

Hvet ykkur til þess að fylgjast með hér inni ;)

 

Kv. Íris Ósk


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband